Hver er Kormákur?

Metnaðurinn uppmálaður, Kormákur Atli Unnþórsson byrjaði ungur að kynna sér hina og þessa hluti á sviði upplýsingatækni, og liggur ástríða hans fyrir tölvunarfræði á báða vegu, harðbúnaðar- og hugbúnaðarvinnu.
Á sjöttu önn í framhaldsnámi við tölvunarfræði í Tækniskólanum hefur hann nú þegar að baki umsjón með Forritunarkeppni Grunnskólana og fjölmörg störf innan tveggja nemendafélaga Tækniskólans.
Samhliða námi í Tækniskólanum hefur Kormákur boðið upp á heimanámsaðstoð fyrir samnemendur sína og yngri á vefnum sínum, www.atlas.kormakur.is , bæði við faggreinar og bókleg fög.
Hann hefur góða reynslu á sölustörfum, og finnst skemmtilegt að hafa samskipti við fólk, en sölustörf gera honum einmitt kleift að spjalla og þjónusta fólk á sem bestan máta.Starfsferilskrá

Birtíngur, símasölumaður, sala tímarita yfir síma.Tölvu- og Rafeindaþjónusta Suðurlands (TRS), sölufulltrúi, sala í verslun.
 - Vinna á verkstæði af og til, aðallega iPhone viðgerðir eftir iFixIt.
 - Pöntun í verslun, hef ákveðið hvaða tölvur og íhluti við pöntum í samræmi við þann markhóp sem við fáum í verslunina.
 - Endurhönnun spec sheet-a í verslun í Adobe Illustrator.Tölvutek, sölufulltrúi, sala í verslun.
 - Kynnt og mælt með fartölvum, tilbúnum borðtölvum, íhlutum í borðtölvur og margt fleira.A4, sölufulltrúi, sala í verslun.
 - Aðstoð á gólfi, afgreiðsla á kassa, afgreiðsla skiptibóka og pantana, o.fl.Sjálfboðastörf

Nemendafélag Upplýsingatækniskólanns (ENIAC)

Skipulag og uppsetning við félagslega viðburði, fundarstjórn, hönnun og forritun vefsíðu nemendafélagsins, og alls kyns kynningar og fyrirlestrar fyrir Forritunarklúbb Tækniskólans.Nemendasamband Tækniskólanns (NST)

Skipulag og uppsetning við félagslega viðburði, fundarstjórn, hönnun og forritun vefsíðu nemendafélagsins. Einnig mikil samvinna og mikilvægar samningaviðræður við nemendafélög annara framhaldsskóla.Forritunarkeppni Grunnskólanna / Forritunarbúðirnar

Skipulag og uppsetning Forritunarkeppni Grunnskólanna, gerð dæma fyrir forritunarkeppnina, gerð námsefnis og fyrirlestra til kennslu í forritunarbúðunum.FIRST Global heimsmeistarakeppni í vélmennaþróun, 2017

Keppti fyrir hönd Íslands í heimsmeistarakeppni í vélmennaþróun á vegum FIRST Global. Keppnin var haldin í Washington D.C. í Bandaríkjunum. Tókum allt sumarið í smíð á vélmenninu og undirbúning fyrir keppnina.FIRST Global heimsmeistarakeppni í vélmennaþróun, 2018

Keppti fyrir hönd Íslands í heimsmeistarakeppni í vélmennaþróun á vegum FIRST Global. Keppnin var haldin í Mexíkóborg. Tókum allt sumarið í smíð á vélmenninu og undirbúning fyrir keppnina.
Hrepptum annað sæti á 193 liða keppni.

Vefsmíðar

Vantar þig vefsíðu? Ef svarið er já, ertu að leita á réttum stað. Ég býð upp á faglega vefsíðuhönnun fyrir hvað sem er. Hvort sem það er fyrirtæki, einstaklingur, hreyfing, samtök eða hvað sem er. Verð fer eftir hvert verkefnið er.
Hægt er að hafa samband við mig í gegnum símann sem hægt er að finna neðst á síðunni.
Einnig er hægt að panta viðtalstíma á tölvupóstfanginu kormakur@kormakur.is, og þá getum við fundið í sameiningu dag-, tíma- og staðsetningu sem hentar okkur báðum.
Eftirfarandi eru dæmi um vefsmíðar af mínum höndum:

Hafa samband

Kormákur Atli
Þúsundþjalasmiður
kormakur@kormakur.is
(+354) 888 4884