Kormákur Garðarsson

Sálfræðingur

Starfsreynsla

2021-

Domus Mentis Geðheilsustöð. Greining og meðferð fullorðinna og barna/ungmenna með kvíða, þunglyndi, áföll og hegðunarvanda.

2018-2021

Heilsugæsla Grafarvogs. Sérhæfir sig í greiningu og meðferð barna og unglinga með kvíða, þunglyndi og hegðunarvanda. Einnig sinnir hann meðferð þungaðra kvenna og ungbarnamæðra með kvíða og þunglyndi.

2015-2018

Sálfræðingur við Sykehuset Telemark í Noregi, bæði við öryggis- og réttargeðdeild og á heilsugæslu í Skien Fengsel fangelsinu. Við öryggis- og réttargeðdeild sinnti hann meðferð langveikra geðrofssjúklinga sem lagðir voru inn á sjúkrahúsinu og að útskrift lokinni. Í Skien Fengsel sinnti hann greiningu og meðferð sjúklinga með fjölþættan vanda frá kvíða og þunglyndis til geðrofs, ADHD og alvarlegra persónuleikaraskana. Einnig vann hann mikið með flóttafólki og fólki frá stríðshrjáðum löndum með áfallasögu.

2009-2014

Sálfræðingur í Brúarskóla. Sérskóli fyrir börn með hegðunar og tilfinningavanda, einnig greiningar á borð við ADHD og einhverfurófsraskanir. Þar stýrði hann m.a. atferlisinngripum innan skólans og veitti kennurum við almenna grunnskóla ráðgjöf varðandi tilfinninga- og hegðunarvanda barna.

Hafa samband