Kormákur Garðarsson

Sálfræðingur

Kormákur hefur yfir 14 ára reynslu reynslu af greiningu og meðferð fullorðinna, barna og ungmenna með gagnreyndum aðferðum á borð við hugræna atferlismeðferð (HAM), atferlisgreiningu og díalektískri atferlismeðferð (DAM).

Kormákur hefur mikla reynslu af greiningu og meðferð barna og unglinga. Má þar nefna kvíða á borð við félagskvíða, áhyggjur, fælni og áráttu-þráhyggju. Einnig meðferð barna og unglinga með depurð og sjálfskaðandi hegðun. Sömuleiðis hefur hann unnið með börnum sem lent hafa í einelti, samskiptavanda og áföllum. Víðtæk reynsla af vinnu með hinsegin, trans og kynsegin ungmennum og fullorðnum.

Í vinnu með fullorðnum hefur hann áralanga reynslu af greiningu og meðferð kvíða. Hann hefur sinnt meðferð fólks sem glímir við álag, streitu og áföll. Kormákur hefur einnig sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við þunglyndi og fæðingarþunglyndi.

Einnig hefur hann unnið matsgerðir á forsjárhæfni fyrir bæði dómstóla og barnaverndaryfirvöld ásamt því að sinna störfum sem sérfróður meðdómsmaður í forsjármálum við Héraðsdóm og í Landsrétti.

Hafa samband